Vor í lofti

Það var dásamlegt að vakna í morgun við dansandi sólargeysla á andlitinu.  Smile

Vorið er á næsta leyti og ég er komin í "Blóma-Dísu" gírinn. Ákvað að láta lestur eiga sig í dag. Það er enda rétti tíminn núna til að hendast út í garð, klippa sprotana á Bláregninu og  byrja slagsmálin við arfann svo hann taki ekki yfirhöndina í sumar. Það er reyndar svolítið kalt ennþá enn ekki verra en marga sumardagana  hjá "Blóma-Dísu" þegar maður lá á hnjánum á Strangötunni eða upp í Hellisgerði og slóst við arfann. Sé það alltaf betur og betur hvað ég var heppin að hafa fengið vinnu í "Blómafokknum" á sínum tíma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jiiii helduru að það sé nú.....þú úti að klippa Bláregnið meðan við mokum og sópum snjóinn í ófærðinni hérna heima. Annars var þetta svona í englandinu..meðan snjóavindar blésu yfir vini og ættingja var ég að dást að krókusum og páskaliljum um öll tún. Verst að ég get ekki bara komið og hjálpað þér með Bláregnið.....ég var nú einu sinni í læri hjá Blóma Dísu líka.   Gott að vel gengur í prófunum...hvað nákvæmlega ertu annars að læra??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.2.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

hér dittum við að Snjódropunum.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.2.2008 kl. 19:17

3 identicon

Huxið ykkur hvað hún Blóma Dísa hefur haft góð áhrif á marga. Hitti hana um daginn - hún hefur ekki elst um ár - yngst ef eitthvað. Dásamlegt.

Hér sjást engin tré til að klippa, allt á kafi í snjó!

Guðmundur Rúnar (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:09

4 Smámynd: Guðrún Árnadóttir

Er að taka M.ed i  pædagogisk sociologi sem í beinni þýðingu er uppeldis og félagsfræði en heima held ég að þetta heiti uppeldis og menntunarfræði. Þetta er einstaklega skemmtilegt nám og ég nýt þess að hafa tækifæri til að "bara vera skólastúlka."

Guðrún Árnadóttir, 8.2.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband