21.2.2008 | 10:45
Stelpu- og stráka fjör....
Anna, Sigga Maja, Katrín, Bára, Björg, Guðrún Hrefna og Guðrún Árna eru ekki bara einhver nöfn út í bláinn. Á bak við þessi nöfn eru eldhressar konur sem tengjast órjúfanlegum vináttuböndum.
Veturinn 1970 - 71 byrjaði þessi hópur kátra stúlkna ásamt fleira góðu fólki í 7 ára bekk hjá Dóru Péturs. í Öldutúnsskóla. Við urðum fljótlega vinkonur og höfum brallað ýmislegt saman í gegnum tíðna sem ekki allt er hæft á prenti en oft hefur verið rifjað upp og kitlað hláturtaugarnar hressilega.
Nú um helgina er einmitt ein slík samverustund í vændum. Því miður komast ekki allar vinkonurnar hingað til Köben að þessu sinni og verður þeirra sárt saknað. - En Ok. stelpur en við hinar drekkum bara ykkar rauðvínsskamt og þið verðið þannig með okkur í andanum. Við tökum síðan fullt af myndum og tölum oft og mikið um fjörið hjá okkur þannig að þegar fram líða stundir þá upplifið þið þetta eins og þið hafið verið með í fjörinu.
- Við þessar ungu og bráðhressu stelpur erum semsagt búnar að vera vinkonur í næstum fjörtíu ár - Oh... hvað ég hlakka til að hitta ykkur í kvöld.
Viggo er svo sem ekki síður spenntur fyrir helginni þó ekki fái hann að eyða henni með þessum föngulega hópi kvenna. Hann er á leið í strákaferð í sveitina á Íslandi og hann er sannfærður um að ekki verði fjörið minna hjá þeim. Undirbúningur þessarar ferðar hefur enda staðið yfir í langan tíma og eru menn búnir að gera plön og varaplön svo ekkert á að geta skyggt á strákslega gleði þeirra.
Sem sagt frábær helgi framundan hjá okkur hjónum.
Athugasemdir
Skandall, skandall og aftur skandall. Þið vitið vonandi að minn rauðvísnskammtur er BIG???? Þetta verður örugglega alveg meiriháttar og ég heimta eitt e mail frá ykkur öllum saman svo ég geti kvalist örlítið meira um helgina og engst eins og ormur á öngli..buhuuuu!!
Nei nei..það koma tímar síðar þegar þú kemur til íslands t.d
Knús til ykkar allra með hjartans kveðju Í heilögum anda með ykkur alla heila helgina!!! Bára þýðir þetta fyrir ykkur hehe
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2008 kl. 12:20
Er bara að hugsa til ykkar núna óg ímynda mér hvað það er mikið fjör...án min!!!!!
Bara góða skemmtun stelpur og hlakka til að heyra af ferðinni.
Night night!!! Sé samt alveg fyrir mér að það verði farið frekar seint að sofa fyrst Bára mætti með Bowie tónlistina.......!.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.2.2008 kl. 00:10
úlalalaalal..... verður örugglega allveg rosa fjör hjá ykkur þarna í danaveldi........ við kellurnar í mínum æskuvinahóp hittumst einmitt síðustu helgi....... og það var ógó gaman.......knús til þín.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 23.2.2008 kl. 21:06
Sæl systir :-)
Þetta hefur væntanleg bara verið gaman hjá ykkur gömlu vinkonunum, og strakarnir skemmtu sér náttúrulega vel eins og við var að búast.
Knús Anna
Anna Árnadóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.