Það er nú orðið ansi langt síðan....

já það er svo sem rétt sem mér hefur verið bent á að ég hafi ekki látið heyra frá mér lengi. Það er því ráð að setjast niður núna og hripa nokkrar línur enda ég ekki í stuði fyrir lestur þessa stundina.

Það hefur annars verið mjög mikið að gera frá því við stelpurnar áttum hérna hreint frábæra helgi og drengir voru í miklu stuði uppi á íslandi.

Það verður ekki farið út í djúpa innihaldslýsingu á athöfnum okkar hér enda er það varla hæft á prenti en ég get fullyrt að þeir sem ekki hafa haft tækifæri til að upplifa svona stelpu- og strákafjör eru að missa af miklu. Smile Wink Grin Grin Grin 

Nú annars er það helst af frétta af okkur að Sigrún er tímabundið flutt heim til okkar meðan hún býður eftir að finna sér nýjan samastað í miðbænum. - Ekki alveg eins einfalt verkefni og það lítur út fyrir að vera, - sérstaklega þegar haft er í huga að hún nánast vill búa á Strikinu. Okkur finnst hinsvegar bara notalegt að hún og Loftur láti sér líða vel hérna hjá okkur og liggur ekkert á að þau fari aftur.  

Rósa er að komast á skrið í sundinu aftur eftir frekar erfiðan tíma með stanslausum pestum. Segist vera í "matarherbúðum" hjá mömmu sinni og grettir sig á köflum, en innst inni held ég nú að henni þyki ekki svo slæmt að láta mömmu stjana þetta í kringum sig.

Ég hef haft mjög mikið að gera í skólanum upp á síðkastið er að vinna að tveimur verkefnum um skólamál á íslandi.  Annað er um samvinnu leik- og grunnskólakennara  og hitt um frumvarp til laga um ráðningu og menntun kennara.

Ég hef því legið yfir umsögnum um frumvarðið, umræðunum og öllu sem ég hef getað fundið um það að undanförnu og hefur það verið mjög svo athygliverð lesning. Mínar persónulegu skoðanir væru efni í langan pistil en ég ætla að einbeita mér að verkefninu í skólanum og láta duga að skella inn athugasemdum á blogg annarra um þetta mál.  Þó vil ég ítreka að mér finnst ekki koma til greina að menntun leikskólakennara einna verði skilin eftir á B.ed stiginu - þar er ég innilega sammála Kristínu Dýrfjörð og auk þess er það engan vegin í samræmi við þær auknu kröfur og áherslu sem lögð er á menntun yngstu barnanna.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband