16.1.2008 | 11:12
Nú er það svart ...
í gær dag sat ég sem og alla undangenga daga ein heima við lestur, þar sem framundan er próf. Þetta er ósköp einmannaleg iðja og jafnvel þó efnið sé áhugavert þá kemur að þeim tímapunkti að maður er við það að gefast upp á þessu öllu saman og finna sé eitthvað annað að gera.(Eins og t.d núna að blogga) Ég hef t.d upplifað það að finnast áhugaverðara að sísla með óhreina þvottinn, þrífa salernið og svona eitt og annað þess háttar.
Í gær sló ég þó allt út að mati eiginmannsins. Ég er ekki sú verslunarglaðasta persóna sem þekkist og maðurinn minn lýsir mér þannig að eftir smástund í verslunarleiðöngrum verði ég svona tóm og ráfi sinnulaust um og viti hreinlega ekki hvort ég er að koma eða fara.
En þannig var að í gær höfðum við ráðgert að hann skryppi í IKEA til að sækja lítinn skáp sem fara átti í herbergi dótturinnar eftir vinnu. Hann var heldur seinn fyrir og varð því aðkoma heim fyrst til að skutla dóttur okkar í veislu sem hún var að fara í. því næst ætlaði hann að koma við hér heima aftur. Þegar hann svo kom, segi ég við hann "eigum við ekki að drífa okkur af stað í IKEA". Hann svarar því til að hann nenni ekki og komi bara við þar á morgun á leið heim úr vinnu. Ég fór hreinlega í fýlu og sagði "hvað er að þér maður mig er búið að hlakka til í allan dag". Maðurinn minn leit á mig og það mátti lesa úr andlitinu á honum nú er það svart - hún er endanlega að tapa glórunni.
Það er eins gott að ekki er langt í prófið, svo líklega slepp ég fyrir horn og held glórunni - allavega svona nokkurn veginn.
Athugasemdir
Nú sýnist mér ástandið á þér vera orðið þannig Guðrún mín, að þú þurfir að flytja heim. Hér er hver exístensíalíska pælingin á fætur annarri.
Guðmundur Rúnar (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 22:02
Sæl og blessuð mín kæra
Gaman að rekast á bloggið þitt! Mannstu ég ætlaði alltaf að fá netfangið þitt svo við gætum pælt saman um heima og geima. Það er svo gaman að spjalla við þig um hitt og þetta. Skoðanir þínar eru svo skemmtilegar og þú ert mikill pælari!
Það er alltaf fjör og nóg um að vera á Smolla smarta. Nú eru Andrea og co í gámum út í garði hehehheh þeir eru hvítir svo við köllum þá "hvíta húsið" og Andrea voða ánægð með það, alltaf nauðsynlegt að vera aðalpæjan á staðnum hehehehe.
Heyrðu! mér finnst þetta ekkert merki um að þú sért að tapa glórunni..........mig hlakkar oft til að fara í IKEA híhí´
Hlakka til þegar þú kemur á klakan að djamma með okkur - þá er nú alltaf stuð....................................
Kveðja Jóhanna J smollagella
Jóhanna J (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.