Það er ekki bara hamagangur í Íslenskri pólitík...

Nú þegar maður er í pásu frá skólabókunum og gefst tími til að lesa eitthvað annað opnar maður varla blöðin án þess að lesa um pólitíkusa sem farið hafa í fýlu og yfirgefið flokk  sinn. - Já það er ekki bara hamagnagur í Íslenskri pólitík.

Nýjasta dæmið hér í DK er að Gitte Seeberg einn af stofnendum Ny Alliance, (flokks sem oftast er kenndur við Naser Khader og all nokkrir hafa reyndar flúið úr), sagði sig úr flokknum af því hann er ekki nógu mikið á miðjunni. - Hefur færst og mikið til hægri að hennar mati.

Ég hugsaði nú bara þegar ég las þessa frétt í morgun ..æ ..aumingja konan ....þvílíkur misskilningur....  hún hefur skilið málflutning flokksins á einhvern allt annan hátt en ég.... eða kannski verið svo upptekin af eigin þankagangi og draumum um þennan nýja flokk að hún hafi ekki hlustað  á málflutning annarra samflokksmanna sinna. Vissulega hefur hún lýst því yfir að hún vilji geta spilað til hægri og vinstri en jafnframt benti hún á Fogh sem forætisráðherra, sem er HÆGRI maður fram í fingurgóma þó flokkur hans heiti því skemmtilega nafni Venstre. Fyrir mér og mörgum öðrum hefur þetta heldur ekki verið neitt vafamál, Ny Alliance hefur nánast frá upphafi skilgreindt sig sem borgaralegan flokk og málflutningur þeirra  legið vel inni á á hægri  vængnum. 

En svona fyrir utan það er mér ómögulegt að skilja hvernig pólitískur flokkur ætlar að spila bæði til hægri og vinstri og komast hjá því að vera skilgreindur ýmist of mikið til hægri eða of mikið til vinstri allt eftir því hvort í hlut eiga hægri eða vinstri menn.  En það er kannski ekkert að marka - ég skil ekki svona hvorki/né pólitík.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er víst óvíða jafn mikill pólitískur stöðugleiki og í Hafnarfirði!

Guðmundur Rúnar (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Guðrún Árnadóttir

Enda góður hópur "í réttum lit" við stjórnvöllinn,  sem Hafnfirðingar bera vonandi gæfu til að halda í.

Guðrún Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Já skynsemin hefur löngum verið við líði í Hafnarfirið og vonum við svo sannarlega að svo verði áfram...... segi ég.... sem hef ekki einu sinni kjörgengi í Hfj...en það er nú önnur saga.... hjarta mitt slær fyrir minn gamla heimabæ......

Fanney Björg Karlsdóttir, 31.1.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband