"Ég hrædd um að þetta sé að deyja út "

Í gærkvöldi sátum við Víkingur sem oftar að tali við eldri dóttur okkar. Hún var að segja okkur frá því að kennarinn sinn hefði spurt sig að því afhverju hún héldi að svona margir íslendingar næðu svona langt. - "Hvað meinarðu spurði hún - þetta með að þeir séu að kaupa upp fasteignir og fyrirtæki hér í Danmörku?" ( sem fyrir sumum dönum er ansi viðkvæmt umræðuefni) Nei bara svona almennt í því sem þið takið ykkur fyrir hendur svaraði kennarinn og vitnaði í handboltalandsliðið, Björk, Sigurrós og fl. Dóttir mín sagðist hafa svarað því til að við íslendingar værum alin öðruvísi upp en Danir. Við værum alin upp á þann hátt, að við fengjum ekkert upp í hendurnar og að maður þyrfti að vinna fyrir hlutunum. Við hefðum ekki SU og bistand að sama skapi og Danir. - Það væri ekki talið sjálfsagt að ríkið æli önn fyrir okkur. Og svo væru íslendingar mikið keppnisfólk - allir væru í keppni við alla á Íslandi. Eftir á sagðist hún svo hafa hugsað "en ég er hrædd um að þetta sé samt að deyja út."

Íslendingar eru ekki hættir að vera í keppni við allt og alla. Það er ríkt í þjóðarsálinni að gera betur en nágranninn - eiga stærri jeppa, flottara hjólhýsi og skjóta upp flottari bombum á Gamlárskvöld. Það má svo deila um það hvort þetta sé heilbrigður drifkraftur eða ekki.

Eftir vangaveltur okkar vorum  við þó á þeirri skoðun að þegar kemur að uppeldi á ungdómnum sé kannski farið að halla eilítið undan fæti.  Við veltum því fyrir okkur hvort allt of mörg ungmenni alist upp við alltof mikið frjálsræði og að þurfa ekkert að hafa fyrir lífinu, -  fái allt upp í hendurnar, playstation, gemsa, fartölvu, heimabíó, mótorhjól, bíl, o.s.frv - og það sem verra er að þau séu svipt allri ábyrgð á eigin lífi.  

Vissulega eru mörg ungmenni að vinna með skólanum og spurning hvort það sé af hinu góða.  Öll þessi vinna, - hjá mörgum, er hinsvegar ekki til að ala önn fyrir sér eða kaupum á skólabókum því mamma og pabbi sjá um það - heldur er vinnan fyrir jammi og flottheitum. 

Spurningin er svo hvort að við í framtíðinni fáum út á vinnumarkaðinn fordekraðar háskólamenntaðar prinsessur og prinsa sem þurfa himinháar summur í byrjunarlaun, enga þolinmæði hafa til að vinna sig upp og engan skilning hafa á ábyrgð og að það þarf að hafa fyrir hlutunum til að þeir gangi. 

Kannski er þetta of svartmálað en það er vert að velta þessu fyrir sér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ármann Eiríksson

Kæra Guðrún og Víkingur, yndislegt að fá kveðju frá ykkur úr Danaveldi og ósk um bloggvináttu sem hér er að sjálfsögðu fúslega veitt .  Ég óska ykkur innilega gleðilegs árs með þakklæti fyrir mörg undanfarin góð ár í Firðinum.  Það er ekkert langt síðan ég frétti af því hvert þið væruð komin en ekki hef ég haft spurnir af því hvað þið væruð að gera þarna í Glostrup.  Mér leið vel í Danmörku á mínum ungdómsárum og naut þess að bú inná heimili yndislegra danskra hjóna sem áttu tvo stráka og eina dóttur í miðið.  Sá yngri af sonunum tveim var jafnaldri minn og félagi sem og hans félagar.  Þannig gerðist það að ég varð bara að tala dönsku og tjá mig á þeirra máli sem ég hef búið að með þokkalegum árangri allar götur síðan.  Njótið þess nú í botn að dvelja með frændum okkar og verið vandlát á vini því auðvitað eru þarna misjafnir sauði í mörgu fé eins og annarsstaðar.  Mér reyndist prýðilega að kynnast lífsglöðu og skemmtilegu fólki þarna.  Steina mín er komin aftur heim eftir 10 ára dvöl í Köben og Hemmi líka eftir 7 ára fjarveru og öll gætum við orðið líklegir forsprakkar í að stofna vinafélag við góðkunningja sem sprottnir eru upp úr þessum kalkríka jarðvegi þessarar sem upphaflega er talinn vera ísaldarleir eða ruðningur.  Mátuleg værukærir, glaðværir og bráðskemmtilegir lífsnautnaseggir.

Með innilegum kveðjum,

på gensyn,

Ármann Eiríksson

Ármann Eiríksson, 9.1.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband